HEKLA hf. hefur ásamt Volkswagen-verksmiðjunum fært bíliðnadeild Borgarholtsskóla að gjöf nýja bifreið af gerðinni VW T5 Multivan. Bifreiðin er sérstaklega ætluð til kennslu í bíliðnum.

HEKLA hf. hefur ásamt Volkswagen-verksmiðjunum fært bíliðnadeild Borgarholtsskóla að gjöf nýja bifreið af gerðinni VW T5 Multivan. Bifreiðin er sérstaklega ætluð til kennslu í bíliðnum. Hekla mun sjá til þess að kennarar bifreiðadeildar fái aðgang að kennslugögnum, mælitækjum og almennri fræðslu um bifreiðina. Þá munu FMB hf. og Hekla hafa aðgang að bifreiðinni til námskeiðahalds.

Finnbogi Jónsson afhenti bifreiðina fyrir hönd Heklu og sést hann hér ásamt Ólafi Sigurðssyni, skólameistara Borgarholtsskóla.