NEMAKEPPNI Kornax var haldin í 7. sinn dagana 11. og 12. mars sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Til úrslita kepptu eftirtaldir fimm nemar: Bylgja Mjöll Helgadóttir og Davíð Egilsson, bæði frá Mosfellsbakaríi, Jón Karl Stefánsson, Breiðholtsbakaríi, Pan Thorarensen, Björnsbakararíi vesturbæ og Svanur M. Skarphéðinsson, Nýja bakaríinu í Keflavík.
Úrslit urðu þau að Jón Karl Stefánsson varð í fyrsta sæti, Svanur M. Skarphéðinsson hlaut 2. sætið og í 3.-5. sæti urðu Bylgja Mjöll Helgadóttir, Davíð Egilsson og Pan Thorarensen.
Afrakstur keppninnar var til sýnis á MK-degi skólans 13. mars.