Whale Rider er "stórkostlegt kvikmyndaverk", að mati Hildar Loftsdóttur, mynd sem höfðar til allrar fjölskyldunnar.
Whale Rider er "stórkostlegt kvikmyndaverk", að mati Hildar Loftsdóttur, mynd sem höfðar til allrar fjölskyldunnar.
Sagan af Paikeu (Whale Rider) Stórkostlegt kvikmyndaverk, óendanlega fallegt í einfaldleika sínum og látleysi við að segja margslungna sögu. (H.L.) **** Háskólabíó.

Sagan af Paikeu (Whale Rider)

Stórkostlegt kvikmyndaverk, óendanlega fallegt í einfaldleika sínum og látleysi við að segja margslungna sögu. (H.L.) ****

Háskólabíó.

Amerískur ljómi (American Splendor)

Paul Giamatti og Hope Davis fara á kostum í mynd um listina í lífinu og lífið í listinni. (H.J.) ****

Háskólabíó.

Hilmir snýr heim (The Return of the King)

Kvikmyndun Hringadróttinssögu lýkur með glæsibrag. (H.J.) ****

Smárabíó.

Glötuð þýðing (Lost in Translation)

Í alla staði ein besta mynd ársins. (S.V.) ***½

Smárabíó, Regnboginn.

Kaldaljós

Gullfalleg kvikmynd sem hefur gríðarlega sterkan tilfinningalegan slagkraft. (H.J.) ***½

Háskólabíó.

Sá stóri (Big Fish)

Finney fer fyrir mögnuðum leikarahópi í eftirminnilega hugmyndaríkri og léttgeggjaðri paródíu frá Tim Burton. (S.V.) ***½

Regnboginn.

Kaldbakur (Cold Mountain)

Mikilfengleg og vönduð epík úr Þrælastríðinu um vonir og drauma sem halda í okkur lífi á erfiðum tímum. (S.V.) *** ½

Sambíóin, Háskólabíó.

Leitin að Nemó (Finding Nemo)

Bullandi sköpunargleði blandast fagmennsku á öllum sviðum enda tilnefnd til fjögurra Óskara. (H.J.) ***½

Sambíóin, Háskólabíó.

Dulá (Mystic River)

Stórvirki frá Eastwood og Sean Penn og Tim Robbins búnir að vinna verðskuldað til Óskarsverðlaunanna. (S.V.) ***½

Háskólabíó.

Rokkskólinn (The School of Rock)

Jack Black og grunnskólastofa full af rollingum sýna fram á að rokkið er grundvallaratriðið. Ótrúlega skemmtileg. (S.V.) ***

Háskólabíó.

Ófreskja (Monster)

Trúverðug mynd með Óskarsverðlaunatúlkun Charlize Theron. (H.J.) ***

Laugarásbíó.

Gefið eftir (Something's Gotta Give)

Keaton og Nicholson eiga frábæran samleik í þessari lipru og hnyttnu gamanmynd. (H.J.) ***

Sambíóin, Háskólabíó.

Starsky og Hutch (Starsky & Hutch)

Stiller og Wilson fara á kostum í hlutverki löggufélaga í skondinni gamanmynd, sóttri í vinsæla sjónvarpsþætti frá áttunda áratugnum. (H.J.)** ½

Háskólabíó, Sambíóin.

Fastur við þig (Stuck on You)

Bráðfyndin á nokkrum köflum en of hæversk úr þessari átt - vonandi taka Farrellybræður fljótlega upp gamla þráðinn.(S.V.) **½

Háskólabíó.

Björn bróðir (Brother Bear)

Náttúruvæn og holl yngstu áhorfendunum. (S.V.) ** ½

Háskólabíó, Sambíóin.

Síðan kom Polly (Along Came Polly)

Stórgóður leikarahópur og glettilega vel skrifuð gamanatriði eru aðalsmerki myndarinnar. (H.J.) **½

Sambíóin.