Sagan af Paikeu (Whale Rider)
Stórkostlegt kvikmyndaverk, óendanlega fallegt í einfaldleika sínum og látleysi við að segja margslungna sögu. (H.L.) ****Háskólabíó.
Amerískur ljómi (American Splendor)
Paul Giamatti og Hope Davis fara á kostum í mynd um listina í lífinu og lífið í listinni. (H.J.) ****
Háskólabíó.
Hilmir snýr heim (The Return of the King)
Kvikmyndun Hringadróttinssögu lýkur með glæsibrag. (H.J.) ****
Smárabíó.
Glötuð þýðing (Lost in Translation)
Í alla staði ein besta mynd ársins. (S.V.) ***½Smárabíó, Regnboginn.
Kaldaljós
Gullfalleg kvikmynd sem hefur gríðarlega sterkan tilfinningalegan slagkraft. (H.J.) ***½
Háskólabíó.
Sá stóri (Big Fish)
Finney fer fyrir mögnuðum leikarahópi í eftirminnilega hugmyndaríkri og léttgeggjaðri paródíu frá Tim Burton. (S.V.) ***½Regnboginn.
Kaldbakur (Cold Mountain)
Mikilfengleg og vönduð epík úr Þrælastríðinu um vonir og drauma sem halda í okkur lífi á erfiðum tímum. (S.V.) *** ½
Sambíóin, Háskólabíó.
Leitin að Nemó (Finding Nemo)
Bullandi sköpunargleði blandast fagmennsku á öllum sviðum enda tilnefnd til fjögurra Óskara. (H.J.) ***½
Sambíóin, Háskólabíó.
Dulá (Mystic River)
Stórvirki frá Eastwood og Sean Penn og Tim Robbins búnir að vinna verðskuldað til Óskarsverðlaunanna. (S.V.) ***½
Háskólabíó.
Rokkskólinn (The School of Rock)
Jack Black og grunnskólastofa full af rollingum sýna fram á að rokkið er grundvallaratriðið. Ótrúlega skemmtileg. (S.V.) ***Háskólabíó.
Ófreskja (Monster)
Trúverðug mynd með Óskarsverðlaunatúlkun Charlize Theron. (H.J.) ***Laugarásbíó.
Gefið eftir (Something's Gotta Give)
Keaton og Nicholson eiga frábæran samleik í þessari lipru og hnyttnu gamanmynd. (H.J.) ***
Sambíóin, Háskólabíó.
Starsky og Hutch (Starsky & Hutch)
Stiller og Wilson fara á kostum í hlutverki löggufélaga í skondinni gamanmynd, sóttri í vinsæla sjónvarpsþætti frá áttunda áratugnum. (H.J.)** ½
Háskólabíó, Sambíóin.
Fastur við þig (Stuck on You)
Bráðfyndin á nokkrum köflum en of hæversk úr þessari átt - vonandi taka Farrellybræður fljótlega upp gamla þráðinn.(S.V.) **½Háskólabíó.
Björn bróðir (Brother Bear)
Náttúruvæn og holl yngstu áhorfendunum. (S.V.) ** ½
Háskólabíó, Sambíóin.
Síðan kom Polly (Along Came Polly)
Stórgóður leikarahópur og glettilega vel skrifuð gamanatriði eru aðalsmerki myndarinnar. (H.J.) **½
Sambíóin.