Leikur í miðbæ | Ævintýraleikhúsið og hljóðfærasmiðjan í samvinnu við Frúna í Hamborg verða með uppákomu á Ráðhústorgi í dag, föstudaginn 26. mars kl. 17.
Leikur í miðbæ| Ævintýraleikhúsið og hljóðfærasmiðjan í samvinnu við Frúna í Hamborg verða með uppákomu á Ráðhústorgi í dag, föstudaginn 26. mars kl. 17. Anna Richards og Arna Valsdóttir hafa starfrækt Ævintýraleikhúsið í vetur og verið með sýningar í miðbænum. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur staðið fyrir hljóðfærasmiðju fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára undanfarnar vikur. Þessir tveir hópar sameina nú krafta sína og verða með uppákomu um hreyfingu á hjólum og hljómfall.