VINSTRI-GRÆNIR í Garðabæ stofnuðu með sér svæðisfélag 4. mars sl. og eru þá komin svæðisfélög VG í öllum sveitarfélögum Suðvesturkjördæmis.

VINSTRI-GRÆNIR í Garðabæ stofnuðu með sér svæðisfélag 4. mars sl. og eru þá komin svæðisfélög VG í öllum sveitarfélögum Suðvesturkjördæmis.

Stjórn hins nýstofnaða félags skipa eftirtaldir: Bergur Rögnvaldsson formaður, Indriði Einarsson varaformaður, Rögnvaldur Þorleifsson ritari, Níels P. Sigurðsson gjaldkeri og varamaður Árni Þór Árnason.

Helsta hlutverk hinnar nýju stjórnar verður að koma af stað virku starfi Vinstri-grænna í Garðabænum, segir í fréttatilkynningu.