TÍSKUFATA- og fylgihlutaverslunin CULT var opnuð í Smáralind 12. mars sl. Þar er úrval af dömu- og herrafatnaði með "funky & gothic"-blæ, dömubelti, armbönd, skór og undirfatnaður o.fl.

TÍSKUFATA- og fylgihlutaverslunin CULT var opnuð í Smáralind 12. mars sl. Þar er úrval af dömu- og herrafatnaði með "funky & gothic"-blæ, dömubelti, armbönd, skór og undirfatnaður o.fl. Verslunin er staðsett á milli Vero Moda og Ice in a Bucket á 1. hæð.

Verslunin Pink var opnuð í Smáralind 20. mars sl. Þar fæst allt frá Henson-íþróttagöllunum til bakpoka, bola og derhúfa merktum Spiderman eða Bratz-dúkkum, sem og nafni eiganda bakpokans til dæmis. Verslunin er staðsett á móti hárgreiðslustofunni Space og er við hliðina á sælgætisversluninni nammi.is og ísbúðinni Ís-Inn á 2. hæð.