EIGANDI skammbyssunnar, sem voðaskot hljóp úr mánudaginn 15. mars síðastliðinn og varð Ásgeiri Jónsteinssyni 12 ára að bana, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á Selfossi og kannast við að eiga umrædda byssu.

EIGANDI skammbyssunnar, sem voðaskot hljóp úr mánudaginn 15. mars síðastliðinn og varð Ásgeiri Jónsteinssyni 12 ára að bana, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á Selfossi og kannast við að eiga umrædda byssu. Byssan var keypt erlendis fyrir nokkrum árum og flutt ólöglega til landsins samkvæmt upplýsingum sýslumannsins á Selfossi. Ekkert leyfi er fyrir vopninu.

Lögreglan á Selfossi sem rannsakar málið bíður nú niðurstöðu úr rannsóknum, krufningu og tæknirannsókn á byssunni.