Eva Sigrún stolt í glaðlegu kápunni og sérhannaða pilsinu. Sigríður Ellertsdóttir á hársnyrtistofunni Aþenu greiddi henni.
Eva Sigrún stolt í glaðlegu kápunni og sérhannaða pilsinu. Sigríður Ellertsdóttir á hársnyrtistofunni Aþenu greiddi henni.
EVA Sigrún Guðjónsdóttir valdi sér mjög líflega yfirhöfn fyrir fermingardaginn og segir að sér hafi einfaldlega fundist þessi kápa svo falleg. "Ég féll alveg flöt fyrir gleðinni og litadýrðinni í henni um leið og ég sá hana.

EVA Sigrún Guðjónsdóttir valdi sér mjög líflega yfirhöfn fyrir fermingardaginn og segir að sér hafi einfaldlega fundist þessi kápa svo falleg. "Ég féll alveg flöt fyrir gleðinni og litadýrðinni í henni um leið og ég sá hana. Hún er svo lifandi og alveg tilvalin fyrir sumarið. Pabbi segir reyndar að þetta sé sú skræpóttasta kápa sem hann hefur augum litið, en við erum öll mjög sátt við hana. Ég keypti hana í Zöru en skóna fékk ég í Bossanova, en þar fást svona öðruvísi skór. Ég hafði engan áhuga á að vera í skóm eins og allar hinar stelpurnar. Pilsið er sérhannað af Rögnu Fróðadóttur, en hún hannaði og saumaði það á vinkonu systur minnar þegar hún fermdist fyrir þremur árum."

khk@mbl.is