Arna Vígdögg tignarleg í fagurbláa og hlýralausa kjólnum. Hrafnhildur Magnúsdóttir frá Hársnyrtistofunni Aþenu greiddi henni.
Arna Vígdögg tignarleg í fagurbláa og hlýralausa kjólnum. Hrafnhildur Magnúsdóttir frá Hársnyrtistofunni Aþenu greiddi henni.
ARNA Vígdögg Einarsdóttir hefur takmarkaðan áhuga á fötum sem eru í tísku, hvort sem það er hversdags eða á fermingardaginn. "Ég var ákveðin í að vera í síðkjól og hann átti að vera mjög fínn og mjög sérstakur.
ARNA Vígdögg Einarsdóttir hefur takmarkaðan áhuga á fötum sem eru í tísku, hvort sem það er hversdags eða á fermingardaginn. "Ég var ákveðin í að vera í síðkjól og hann átti að vera mjög fínn og mjög sérstakur. Vinkona mín sá kjól í Kringlunni og ég fór þangað og mátaði hann, en mér fannst hann aðeins of mikið eins og brúðarkjóll. Þá fórum við í Smáralindina að leita og við komum fyrst inn í Debenhams og ég sá rétta kjólinn strax, féll fyrir litnum, mátaði og keypti hann," segir Arna sem fór ekki með mömmu sinni að velja kjól, því þær hafa mjög ólíkan smekk. "En hún er mjög ánægð með þennan og svo fann ég frábæra skó í Bianco sem eru temmilega gamaldags fyrir mig, því mér finnst allt sem er gamaldags skemmtilegt. Mér finnst gaman að horfa á myndir frá 1950, því fötin frá þeim tíma finnst mér flott."