V orilmur í lofti og fermingar. Þetta tvennt fer svo vel saman. Lömbin fæðast, grasið sprettur og fullorðinsárin bíða fermingarbarnanna handan við hornið með allri þeirri tilhlökkun sem því fylgir að eiga allt lífið framundan.

Vorilmur í lofti og fermingar. Þetta tvennt fer svo vel saman. Lömbin fæðast, grasið sprettur og fullorðinsárin bíða fermingarbarnanna handan við hornið með allri þeirri tilhlökkun sem því fylgir að eiga allt lífið framundan.

Allur gangur er á hvernig fyrirkomulag stóra dagsins er hjá hverju fermingarbarni fyrir sig og alltaf eru einhverjir sem kjósa að fara aðrar leiðir en flestir hinir. Þrjár glæsilegar stúlkur sem eiga að fermast núna í mars og apríl, eru hugrakkar og sjálfstæðar í fatavali fyrir fermingardaginn. Þær Tinna Lind, Arna Vígdögg og Eva Sigrún hafa ólíkan stíl og smekk í þessum málum og vita alveg hvað þær vilja og þær eru líka skemmtilega ólíkar manneskjur. Þær voru fúsar að gleðja augu lesenda og komu í myndatöku með stuttum fyrirvara og láta laga á sér hárið. Allar fengu þær fagmanneskjur til að fara fimum fingrum um lokkana ljósu og dökku fyrir myndatökuna.