TÓNLEIKAR Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Neskirkju kl. 14 á morgun, laugardag. Á efnisskrá eru Stúlkan frá Arlés, Svíta nr. 2 í útsetningu Fritz Hoffmann eftir Georges Bizet, Konsert fyrir fagott og hljómsveit í F-dúr op.

TÓNLEIKAR Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Neskirkju kl. 14 á morgun, laugardag. Á efnisskrá eru Stúlkan frá Arlés, Svíta nr. 2 í útsetningu Fritz Hoffmann eftir Georges Bizet, Konsert fyrir fagott og hljómsveit í F-dúr op. 75 eftir Carl Maria von Weber, en þar er einleikari á fagott Sigríður Kristjánsdóttir en hún lýkur burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á þessu vori. Lokaverkið á tónleikunum er sinfónía í h-moll (ófullgerða sinfónían) D 759 eftir Franz Schubert. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Þetta eru seinni tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári þar sem nemendur skólans leggja til atlögu við stórmeistara tónlistarsögunnar.