ÚRSKURÐUR samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins, ESB, varðandi viðskiptahætti bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, gildir á öllu evrópska efnahagssvæðinu og þar með einnig hér á landi.

ÚRSKURÐUR samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins, ESB, varðandi viðskiptahætti bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, gildir á öllu evrópska efnahagssvæðinu og þar með einnig hér á landi. Samkvæmt úrskurði ESB þarf Microsoft að greiða nærri 44 milljarða króna sekt fyrir að misnota einokunarstöðu sína. Fyrirtækið þarf einnig að skilja á milli Windows-stýrikerfisins og Media Player-forritsins fyrir hljóð og myndskrár.

Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segist ekki hafa kynnt sér úrskurð ESB. Í fljótu bragði sjái hann þó ekki að úrskurðurinn muni hafa nokkur áhrif hér á landi.