EFTIRLITSAÐILAR Landsvirkjunar sendu verktakafyrirtækinu Impregilo við Kárahnjúkavirkjun og undirverktökum þeirra skriflega athugasemd um hættu sem stafaði af grjóthruni viku áður en banaslys varð í gljúfrinu undir Fremri-Kárahnjúk.

EFTIRLITSAÐILAR Landsvirkjunar sendu verktakafyrirtækinu Impregilo við Kárahnjúkavirkjun og undirverktökum þeirra skriflega athugasemd um hættu sem stafaði af grjóthruni viku áður en banaslys varð í gljúfrinu undir Fremri-Kárahnjúk.

Öryggistrúnaðarmaður Arnarfells segist einnig margoft hafa kvartað við öryggisfulltrúa bæði Landsvirkjunar og Impregilo um hrunhættu í gljúfrinu áður en banaslysið varð.

Páll Ólafsson, formaður öryggisráðs Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun sagði í samtali við Morgunblaðið að öryggisráðið bæri ábyrgð á að öryggisráðstöfunum sem krafist er skv. íslenskum lögum og reglum varðandi hollustuhætti, aðbúnað og öryggi starfsmanna sé framfylgt af verktökunum.

Er nú verið að yfirfara tillögur Impregilo að áhættumati og telji öryggisráðið þær fullnægjandi verður ráðist í framkvæmd varnaraðgerða.