Deep Purple í sinni þekktustu mynd.
Deep Purple í sinni þekktustu mynd.
MIÐASALA á tónleika þungarokksveitarinnar goðsagnarkenndu Deep Purple hefst næsta föstudag, 2. apríl.

MIÐASALA á tónleika þungarokksveitarinnar goðsagnarkenndu Deep Purple hefst næsta föstudag, 2. apríl.

Í fréttatilkynningu frá tónleikahöldurum Concert segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að ná samningum við söluaðila sem geta boðið miðana til sölu á sama tíma um allt land.

"Okkur finnst vera mikið atriði að landsbyggðin hafi jafnan aðgang að þessum miðum. Við leggjum áherslu á að miðar verði til sölu á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins, á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Keflavík og síðast en ekki síst í höfuðstöðvum Deep Purple á Íslandi: Selfossi. Það getur verið að fleiri staðir verði inni í myndinni en þetta er að minnsta kosti öruggt:

Tónleikarnir verða 24. júní nk. í Laugardalshöll. Miðaverði verður stillt í hóf og er miðarverð 3.800 í stæði og 4.800 í stúku. Það er gert með það að leiðarljósi að aðdáendur sveitarinnar geti kynnt yngri kynslóð tónlistarunnenda fyrir þessum risum tónlistarsögunnar."

Deep Purple þarf varla að kynna fyrir íslenskum rokkunnendum en sveitin kom hér fyrst til Íslands og lék á eftirminnilegum tónleikum í Höllinni 18. júní 1971.

Síðan þá hafa orðið nokkrar mannabreytingar, en af þeim sem léku í Höllinni koma þeir Ian Gillan, Roger Glover og Ian Paice. Richie Blackmore og Jon Lord eru horfnir af braut en í þeirra stað hafa um alllangt skeið leikið Don Airey og gítarleikarinn rómaði Steve Morse, sem var 5 sinnum valinn gítarleikari ársins á 8. áratugnum hjá tímaritinu Guitar Player.

Mikil eftirvænting ríkir nú þegar vegna tónleikanna og fyrirspurnum um miðasölu rignt inn á ritstjórn Morgunblaðsins eftir að blaðið sagði frá komu þeirra um síðustu helgi.