MEZZOFORTE , þessi fornfræga bræðingssveit, heldur tvenna tónleika á Gauki á Stöng dagana 31. mars og 1. apríl.
MEZZOFORTE , þessi fornfræga bræðingssveit, heldur tvenna tónleika á Gauki á Stöng dagana 31. mars og 1. apríl. Hljómsveitina skipa Jóhann Ásmundsson , Eyþór Gunnarsson , Gunnlaugur Briem , ásamt sænska gítarleikaranum Staffan William-Olsson og Bandaríkjamanninum David Wilchewsky á saxófón.

Hljómsveitin heldur til Danmerkur í maí og mun hljóðrita glænýtt efni sem þeir félagar hafa verið að vinna síðustu tvö ár samfylgjandi tónleikaferðum í Þýskalandi, Sviss, Slóvakíu, Noregi og Svíþjóð...

Senn kemur út safn allra helstu litlu platnanna með The Who . Alls verða smáskífurnar ellefu talsins en auk þeirra verða tvö spánný lög meðfylgjandi - alls 12 diskar. Gripurinn kemur út 3. maí næstkomandi. Það verður mikið að gera í ár hjá sveitinni. Í mars leikur hún á þrennum tónleikum í Lundúnum sem uppselt er á en tónleikarnir eru hugsaðir sem upphitun fyrir styrktartónleika sem halda á í The Royal Albert Hall fyrir unga krabbameinssjúklinga. Þar ætlar The Who að taka Tommy óperuna eins og hún leggur sig. Þá er sveitin að vinna að nýrri plötu sem á að koma út snemma á næsta ári...