Tómas Lemarquis leikur titilhlutverkið í Nóa albínóa.
Tómas Lemarquis leikur titilhlutverkið í Nóa albínóa.
KVIKMYNDIN Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson var frumsýnd í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Nú þegar hafa birst dómar í fjölmörgum blöðum þar vestra og eru þeir flestir jákvæðir. Á kvikmyndavefnum RottenTomatoes.

KVIKMYNDIN Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson var frumsýnd í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Nú þegar hafa birst dómar í fjölmörgum blöðum þar vestra og eru þeir flestir jákvæðir. Á kvikmyndavefnum RottenTomatoes.com eru 14 af 15 dómum sem þar er vísað í hliðhollir Nóa en aðeins eitt blað sker sig þar úr. Reyndar er það stórblaðið New York Times, sem fellur ekki fyrir Nóa og segir myndinni meira umhugað um stemningu en atburði. Þar segir að framkoma leikaraliðsins, sem samanstandi mestmegnis af óreyndu fólki, geri það að verkum að myndin verði "tilfinningalega flöt" og "ógagnsæ".

New York Post talar betur um myndina. "Notast er við frábært leikaralið af bæði atvinnu- og áhugaleikurum... [Degi] Kára tekst vel upp að blanda saman gríni, tómleikakennd og harmi, í anda Jim Jarmusch og Aki Kaurismaki," segir þar.

Hollywood Reporter segir Dag Kára lofa góðu og talar um litríka og sérvitra karaktera. Dómur Village Voice er ítarlegur og skemmtilegur. Þar segir að stefnuyfirlýsingu Nóa, sem leikinn er af Tómasi Lemarquis, sé best lýst með því að vitna í Kirkegaard: "Leiðindi eru undirrót alls ills". Þar segir líka að Ferðamálaráð Íslands hljóti að finnast það ergjandi að íslenskar myndir sýni svo oft landið sem "hræðilegt ísilagt eyðiland, sem best sé að flýja, hvað sem það kostar". Þess er getið að 101 Reykjavík hafi líka sýnt Ísland í þessu ljósi, þó á gamansamari hátt.