Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (95 mín.) Leikstjórn og handrit Rowdy Herrington. Aðalhlutverk James Spader, Leslie Stefanson, David Keith.

EF það kemur einhvern tímann til að þið sýnið henni þessari áhuga á leigunni, í guðanna bænum ekki lesa textann á bakhlið kápunnar. Hann skemmir þá litlu ánægju sem hafa má af henni því þar er gefið alltof mikið upp um framvinduna.

Til að fara varfærnislegar í sakirnar þá leikur James Spader náunga sem kemur í smábæ, kynnist hjúkku, sefur hjá henni og er svo sakaður um að hafa framið þar bankarán um hjábjartan dag. Eitthvað virðist málið vera dularfullt allt saman og það kemur í hlut nýgræðings hjá FBI að leysa gátuna.

Það er sitthvað ágætt við þessa annars fremur ómerkilegu spennumynd. Framvindan er t.d. ekki svo galin, fyrir utan óþarfa þægilegar tilviljanir eins og að ástkonan skuli vera hjúkka en ekki hárgreiðslukona. En í það heila er hér á ferð flatneskja, sem hægt er að nálgast á hverju kvöldi í einhverjum af hinum fjölmörgu spennumyndaflokkum sem sjónvarpsstöðvarnar sýna. **

Skarphéðinn Guðmundsson