Gamalt timburhús við Norðurnesveg á Álftanesi brann til kaldra kola kvöld eitt í vikunni. Það var mannlaust og engan sakaði. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík varð það fljótt alelda en engin hætta skapaðist þar sem langt var í næstu hús.
Gamalt timburhús við Norðurnesveg á Álftanesi brann til kaldra kola kvöld eitt í vikunni. Það var mannlaust og engan sakaði. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík varð það fljótt alelda en engin hætta skapaðist þar sem langt var í næstu hús. Talsverður eldur og mikill reykur varð til þess að margir hringdu í slökkvilið til að láta vita af brunanum.