ÁRLEG barnabókaráðstefna hefst í Gerðubergi kl. 10.15 á morgun. Yfirskriftin að þessu sinni er börn og leikhús en fyrirlesarar eru Silja Aðalsteinsdóttir, Harpa Arnardóttir og María Reyndal.

ÁRLEG barnabókaráðstefna hefst í Gerðubergi kl. 10.15 á morgun. Yfirskriftin að þessu sinni er börn og leikhús en fyrirlesarar eru Silja Aðalsteinsdóttir, Harpa Arnardóttir og María Reyndal. Auk fyrirlestra verður frumlutt örleikrit úr leikritasamkeppni sem haldin var meðal Síung-félaga í tilefni af ráðstefnunni. Stjórnandi ráðstefnunnar er Jón Hjartarson. Dagskráin stendur til kl. 14 en í lok ráðstefnunnar eru almennar umræður um fyrirlestrana.

Að ráðstefnunni standa, Ibbý, Síung, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur, Félag skólasafnskennara, Borgarbókasafnið. Upplýsing og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Aðgangur er ókeypis.