HREINN sparnaður þjóðarbúsins var einungis 1,2% af landsframleiðslu í fyrra og hefur aðeins einu sinni áður verið jafnlítill frá árinu 1960, en það var á árinu 2000.

HREINN sparnaður þjóðarbúsins var einungis 1,2% af landsframleiðslu í fyrra og hefur aðeins einu sinni áður verið jafnlítill frá árinu 1960, en það var á árinu 2000.

Þetta er gert að umtalsefni í morgunpunktum Íslandsbanka og byggist á tölum úr þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands.

Sparnaður dróst mikið saman milli áranna 2002 og 2003 eða um 2,8% af landsframleiðslu og eru líkur taldar á því að hann verði enn minni í ár. "Ef sú verður raunin mun árið 2004 stimpla sig inn í sögunni sem árið þegar hreinn þjóðhagslegur sparnaður náði sögulegu lágmarki. Það er umhugsunarefni hvað fyrirhyggju varðar og þær væntingar sem nú virðast blunda með þjóðinni til komandi hagvaxtarskeiðs," segir í morgunpunktunum.

Um er að ræða ráðstöfunartekjur þjóðarinnar að frádreginni neyslu. Ráðstöfunartekjur þjóðarbúsins voru rúmlega 670 milljarðar króna nettó á síðasta ári.