* NÜRNBERG , mótherji ÍBV í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik kvenna, sigraði Leverkusen , 27:24, í þýsku 1. deildinni í fyrrakvöld.

* NÜRNBERG , mótherji ÍBV í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik kvenna, sigraði Leverkusen , 27:24, í þýsku 1. deildinni í fyrrakvöld. Austurríska landsliðskonan Stephanie Ofenböck skoraði 7 mörk fyrir Nürnberg og markvörðurinn Sylvia Harlander varði fjögur vítaköst.

* NÜRNBERG hvíldi þýsku landsliðskonuna Kathrin Blacha , sem hefur átt við meiðsli að stríða. Nürnberg er í öðru sæti með 27 stig en Frankfurt/Oder er á toppnum með 32 stig.

* SIR Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, er búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og þar með er ljóst að hann verður við stjórnvölinn út næsta tímabil hjá þeim röndóttu. Robson , sem er 71 árs gamall, tók við liði Newcastle af Ruud Gullit árið 1999.

* LUIS Saha, framherji Manchester United, er búinn að ná sér af meiðslum og segist hann klár í slaginn í leikinn gegn Arsenal sem fram fer á Highbury á sunnudaginn. Saha hefur verið meiddur í hásin og var ekki með í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi vegna þeirra. Frakkinn hefur skoraði fjögur mörk fyrir United í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið frá því hann gekk í raðir þess frá Fulham fyrir tveimur mánuðum.

* DIETER Höness, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnuliðinu Hertha Berlin, aftekur með öllu að Christoph Daum taki við þjálfun Herthu-liðsins á næstu leiktíð en orðrómur hefur verið í gangi að Daum taki við liðinu fyrir næstu leiktíð.

* "DAUM er ekki á leið til Herthu Berlin . Svo mikið er víst. Það hefur ekkert með kókaínmál mál hans að gera að hann komi ekki til greina í starfið," sagði Höness við sjónvarpsstöð í Berlín í gær. " Daum hefur oftar en ekki unnið gott starf í stuttan tíma þar sem hann hefur verið en hann hefur átt það til að skilja eftir sig mikið af vandamálum þegar hann hefur farið," segir Höness .

* DAUM gerði Stuttgart að þýskum meisturum 1992 en þá var Höness framkvæmdastjóri félagsins og Eyjólfur Sverrisson leikmaður liðsins. Daum viðurkenndi neyslu á kókaíni fyrir nokkrum árum sem varð til þess að hann var ekki ráðinn landsliðsþjálfari Þjóðverja en hann starfar nú sem þjálfari hjá Fenerbache í Tyrklandi og er á góðri leið með að gera liðið að meisturum. Fenerbache hefur 60 stig í efsta sæti og hefur sex stigum meira en Besiktas .

* HANS Mayer tók við liði Herthu Berlin á miðju tímabili af Huub Stevens en ráðning hans er aðeins tímabundin og til stendur að ráða nýjan mann í brúna hjá Berlínarliðinu fyrir næsta tímabili. Hertha er í bullandi fallhættu og situr í næstneðsta sæti deildarinnar.