ELLEFU af átján leikmönnum enska drengjalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir því íslenska í Doncaster í kvöld koma frá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Hinir sjö eru allir frá félögum í 1. deild.

ELLEFU af átján leikmönnum enska drengjalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir því íslenska í Doncaster í kvöld koma frá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Hinir sjö eru allir frá félögum í 1. deild.

Englendingar sigruðu Armena, 2:0, í fyrrakvöld þar sem Mark Noble frá West Ham og Shane Paul frá Aston Villa skoruðu mörkin. Ísland sigraði Noreg, 2:1, og leikurinn við England er því nánast úrslitaleikur riðilsins en sigurliðið fer áfram í úrslitakeppnina um Evrópumeistaratitilinn.

Enska liðið skartar meðal annars strákum frá Arsenal, Chelsea, Manchester United, Charlton og Fulham. West Ham á flesta leikmenn í hópnum, þrjá talsins, en aðrir koma frá Wolves, Leicester, Leeds, Norwich, Sunderland, Derby og Crewe.