— Reuters
DÓMARINN Simon Cowell í Bandarísku stjörnuleitinni ( American Idol ) neitar að hafa hagað sér ósæmilega við upptökur.

DÓMARINN Simon Cowell í Bandarísku stjörnuleitinni (American Idol) neitar að hafa hagað sér ósæmilega við upptökur. Ásakanir höfðu komið fram um að hann hefði sýnt samdómara sínum, Paulu Abdul, miðfingurinn í miðri deilu þeirra um frammistöðu eins keppandans. Simon hefur nú gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann hafi aðeins lyft hendinni að andlitinu eins og hann geri svo oft. Hann segir að allt of mikið hafi verið gert úr málinu.

Bandaríska stjörnuleitin er með vinsælustu sjónvarpsþáttum þarlendis. Þar eru þættirnir á dagskrá hjá Fox, sem vildi ekki tjá sig um málið.