ÞRÍLEIKURINN um Guðföðurinn, meistaraverk Francis Ford Coppola, er einfaldlega eitt fremsta kvikmyndaverk sögunnar.

ÞRÍLEIKURINN um Guðföðurinn, meistaraverk Francis Ford Coppola, er einfaldlega eitt fremsta kvikmyndaverk sögunnar. Vangaveltur Mario Puzo um mannlegt eðli og að á endanum geti enginn flúið örlög sín er varpað meistaralega á hvíta tjaldið af Coppola enda fékk myndin Óskarsverðlaun á sínum tíma. Framhaldsmyndirnar þykja ekki síðri. Sumir gagnrýnendur hafa að vísu fundið sitthvað að þeirri þriðju, sem gerð var árið 1990. Mál manna undanfarin ár er þó að hún sé vanmetin og eru margir á því að hún hafi klárað þríleikinn með miklum glans þegar hún kom út.

Aðalhlutverk leika Marlon Brando, Al Pacino, Diane Keaton, Richard S. Castellano, Robert Duvall og James Caan.

Guðfaðirinn er á dagskrá Sjónvarpsins klukkan tíu mínútur yfir miðnætti.