SÍÐASTI þátturinn í Af fingrum fram - í bili a.m.k. - er á dagskrá Ríkissjónvarpsins í kvöld. Jón Ólafsson, umsjónarmaður, hefur undanfarið verið að fá til sín tónlistarmenn sem eiga rætur sínar í nýbylgjurokki því sem kom fram um og upp úr 1992.

SÍÐASTI þátturinn í Af fingrum fram - í bili a.m.k. - er á dagskrá Ríkissjónvarpsins í kvöld. Jón Ólafsson, umsjónarmaður, hefur undanfarið verið að fá til sín tónlistarmenn sem eiga rætur sínar í nýbylgjurokki því sem kom fram um og upp úr 1992. Heiðar í Botnleðju og Biggi í Maus hafa þegar komið í heimsókn og nú er röðin komin að Sölva Blöndal, leiðtoga Quarashi.

Sölvi hóf ferilinn í nýrokksveitinni Púff en fyrsta útgáfa Quarashi, stuttskífan Switchstance kom út um haustið 1996. Margt hefur drifið á daga sveitarinnar síðan, ótal hljómleikaferðir til útlanda eru að baki og hafa Sölvi og félagar selt plötur sínar í hundruðum þúsunda eintaka víðs vegar um veröldina.

Af fingrum fram er á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 21.45.