Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV, og Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, handsala nýjan þriggja ára samning.
Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV, og Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, handsala nýjan þriggja ára samning. — Morgunblaðið/Sigurgeir
Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, og Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV íþróttafélags, undirrituðu nýverið nýjan þriggja ára samning um áframhaldandi samstarf Skeljungs og ÍBV íþróttafélags um Shellmót í Eyjum.

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, og Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV íþróttafélags, undirrituðu nýverið nýjan þriggja ára samning um áframhaldandi samstarf Skeljungs og ÍBV íþróttafélags um Shellmót í Eyjum. Shellmótið hefur unnið sér sess sem hápunktur knattspyrnunnar hjá 6. flokki drengja um allt land. Shellmótið hefur verið haldið síðan 1991 og því er mótið í ár hið fjórtánda í röðinni. Um eitt hundrað knattspyrnulið alls staðar að af landinu koma til Vestmannaeyja í lok júní ár hvert til að taka þátt í Shellmótinu og lætur nærri að með aðstandendum og öðru fylgdarliði komi hátt í þrjú þúsund manns til Eyja á ári hverju í tengslum við mótið. Í fréttatilkynningu segir að frá sjónarhóli ÍBV íþróttafélags þurfi ekki að fara mörgum orðum um samstarfið við Skeljung. Það hafi verið mjög ánægjulegt og farsælt í alla staði. Sé nokkuð víst að erfitt yrði að gera Shellmótið jafn glæsilegt og það hafi verið, kæmi ekki til þetta samstarf. ÍBV íþróttafélag vonar um leið og það þakkar samstarfið á liðnum árum að það megi halda áfram sem lengst.

Óskar Freyr sagði að samstarfið við Skeljung hefði verið mjög gott í gegnum árin og vonaðist hann til að það héldi áfram ásamt því að hann vonaði að strákarnir sem taka þátt í mótinu myndu hvar þeir eiga að taka bensín þegar aldur gefst til. Gunnar Karl upplýsti að hann hefði í fyrsta skipti í fyrra komið á mótið sem gestur og þegar hann sá hversu glæsilega var staðið að þessu var ekki spurning í hans huga að hann vildi að Skeljungur héldi áfram að vera samstarfsaðili ÍBV í þessu móti.

Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.