— Reuters
ÓLYMPÍUELDURINN var tendraður við hátíðlega athöfn í hinni fornu borg Ólympíu í Grikklandi í gær. Ólympíuleikarnir, sem verða haldnir í Aþenu í Grikklandi 13.-29. ágúst nk.
ÓLYMPÍUELDURINN var tendraður við hátíðlega athöfn í hinni fornu borg Ólympíu í Grikklandi í gær. Ólympíuleikarnir, sem verða haldnir í Aþenu í Grikklandi 13.-29. ágúst nk., draga nafn sitt af borginni en talið er að þar hafi þeir fyrst verið haldnir, árið 776 fyrir Krists burð. Á myndinni sést grísk leikkona, í hlutverki hofgyðju, halda á Ólympíueldinum. Næstu 78 dagana verður hlaupið með eldinn hringinn í kringum hnöttinn en síðan verður hann borinn inn á Ólympíuleikvanginn í Aþenu á opnunarhátíð leikanna./67