Skipst á skoðunum: Á myndinni eru Skúli Gautason og Saga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í leikverkinu.
Skipst á skoðunum: Á myndinni eru Skúli Gautason og Saga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í leikverkinu. — Morgunblaðið/Kristján
LEIKFÉLAG Akureyrar býður leikhúsgestum uppá umræður eftir sýningu á Draumalandinu sem og skoðunarferð um Samkomuhúsið eftir sýningu á verkinu annað kvöld föstudagskvöldið 26. mars. Verkið var frumsýnt nú nýlega, en það er eftir Ingibjörgu Hjartardóttur.

LEIKFÉLAG Akureyrar býður leikhúsgestum uppá umræður eftir sýningu á Draumalandinu sem og skoðunarferð um Samkomuhúsið eftir sýningu á verkinu annað kvöld föstudagskvöldið 26. mars. Verkið var frumsýnt nú nýlega, en það er eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. "Þetta er leikrit sem fjallar um íslenskan nútíma, samskipti fólks með misjafnar áætlanir og langanir. Spenna og átök. Margar spurningar hafa vaknað hjá áhorfendum og miklar umræður spunnist um verkið. Er betra að virkja árnar eða nota þær á annan hátt t.d. í sambandi við ferðamennsku? Á að hætta búskap í sveitum landsins? Er dulið ofbeldi í gangi gagnvart eldra fólki? Þessar spurningar og margar fleiri hafa heyrst," segir í frétt frá félaginu og því bjóði það upp á áðurnefndar umræður eftir sýningu á föstudagskvöld.

Leikhúsið hefur verið endurbyggt og lagfært mikið síðastliðið ár og einnig er þar sýning á Borgarasal um Jón Norðfjörð leikara.