Egilsstaðir | Um helgina verður á Eiðum sýnt verkið Erling, í sviðsetningu Benedikts Erlingssonar. Freyvangsleikhúsið, Loftkastalinn og Borgarleikhúsið hafa sýnt verkið í vetur.
Leikverkið Erling er byggt á skáldsögu eftir norska rithöfundinn Ingvar Arnbjornsen. Hallgrímur Helgason rithöfundur sneri leikgerðinni, sem skrifuð er af Axel Hellstenius, á íslensku og staðfærði.
Í aðalhlutverkum eru Jón Gnarr og Stefán Jónsson, en önnur hlutverk skipa Hildigunnur Þráinsdóttir og Gísli Pétur Hinriksson.
Sýningar Erlings á Eiðum verða tvær; á laugardag kl. 20:30 og sunnudag kl. 15:00. Miðapantanir eru í síma 847-3717 og kostar miðinn 2.400 krónur. Reiknað er með þetta verði lokasýningar á Erling að sinni.