Málþing um fiskveiðistjórnun og málefni fiskimanna á Íslandi verður haldið í Sjómannaskólanum í dag, föstudaginn 26. mars kl. 13, á vegum nemendafélaga skólanna. Einar Örn Einarsson formaður nemendafélags Stýrimannaskólans setur þingið og Böðvar Þ.
Málþing um fiskveiðistjórnun og málefni fiskimanna á Íslandi verður haldið í Sjómannaskólanum í dag, föstudaginn 26. mars kl. 13, á vegum nemendafélaga skólanna. Einar Örn Einarsson formaður nemendafélags Stýrimannaskólans setur þingið og Böðvar Þ. Kárason nemendafélag Vélskólans er með stutta kynningu. Framsögu hafa m.a.: Helgi Laxdal form VSFÍ, Friðrik Jón Arngrímsson framkv.stj. LÍÚ, Sævar Gunnarsson form SSÍ, Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Árni Bjarnason form FFSÍ. Málþingsstjóri Jón B. Stefánsson skólameistari.

Fyrirlestur Líffræðistofnunar verður í dag, föstudaginn 26. mars kl. 12.20, í stofu 132, Náttúrufræðihúsi Háskólans. Erindi heldur: Stefán Óli Steingrímsson frá Hólaskóla. Yfirskrift fyrirlestrarins er: Ný sýn á óðalsatferli og fæðunám laxaseiða. Í fyrirlestrinum verður greint frá nýjum rannsóknum á fæðunámi og óðalsatferli einstaklingsmerktra laxaseiða við náttúrulegar aðstæður.