Í NÝJASTA hefti Wire er birtur jákvæður dómur um Stiklur , plötu Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosasonar, sem var gefin út hjá Smekkleysu á síðasta ári. Gagnrýnandinn stenst ekki freistinguna að líkja tónlistinni við þekkta íslenska tónlistarmenn.
Í NÝJASTA hefti Wire er birtur jákvæður dómur um Stiklur, plötu Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosasonar, sem var gefin út hjá Smekkleysu á síðasta ári. Gagnrýnandinn stenst ekki freistinguna að líkja tónlistinni við þekkta íslenska tónlistarmenn. Platan er sögð minna á Sigur Rós með saxófónum eða Björk á klarinett. Minnst er á að þetta íslenska tvíeyki noti 15 blásturshljóðfæri á þessari "sérstaklega vel sömdu plötu". Aðeins fjögur lög af fimmtán eru lengri en þrjár mínútur og segir í rýninni að "Skybobb" sé afar ánægulegt lag. Dómnum lýkur á því að platan er sögð vera heillandi og áleitin.