STJÓRNARMENN Og fjarskipta hf. hafa fengið greidd stjórnarlaun í formi hlutabréfa í félaginu. Í hlut stjórnarmannanna fimm koma samtals 1.707.687 hlutir á genginu 3,38, en lokagengi félagsins í Kauphöll Íslands í gær var 3,32.
STJÓRNARMENN Og fjarskipta hf. hafa fengið greidd stjórnarlaun í formi hlutabréfa í félaginu. Í hlut stjórnarmannanna fimm koma samtals 1.707.687 hlutir á genginu 3,38, en lokagengi félagsins í Kauphöll Íslands í gær var 3,32. Mest kemur í hlut Bjarna Þorvarðarsonar stjórnarformanns eða 700.000 kr. að nafnverði, en minna í hlut annarra stjórnarmanna, þeirra Jóns Pálmasonar, Kjartans Georgs Gunnarssonar, Kenneth D. Peterson, og Vilhjálms Þorsteinssonar.