* RÓBERT Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði 5 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3 þegar lið þeirra lagði Snejberg , 31:25, í sjöttu umferð dönsku bikarkeppninnar í handknattleik í fyrrakvöld.

* RÓBERT Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði 5 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3 þegar lið þeirra lagði Snejberg , 31:25, í sjöttu umferð dönsku bikarkeppninnar í handknattleik í fyrrakvöld.

* STEFAN Kretzschmar , leikur ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja á æfingamóti í handknattleik í Aþenu um helgina. Kretzschmar á við meiðsli að stríða og ætlar að nota þann tíma sem nú gefst frá leikjum í þýsku 1. deildinni til þess að leita sér lækninga svo hann verði klár í lokaslaginn með Magdeburg . Auk Þjóðverja leika Grikkir, Ungverjar og Egyptar á mótinu í Aþenu .

*NICOLAS Anelka, hinn litríki miðherji Manchester City, fékk ekki náð fyrir augum hjá Jacques Santini, landsliðsþjálfara Frakka, sem valdi lið sitt sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik í næstu viku. Anelka snerist hugur á dögunum og sagðist reiðbúinn að gefa kost á sér að nýju í liðið en hann greindi frá því opinberlega í fyrra að hann ætlaði aldrei aftur að spila með franska landsliðinu.

* SANTINI ákvað hins vegar að skilja Anelka úti í kuldanum en framherjarnir sem hann valdi í hóp sinn eru: Thierry Henry (Arsenal), David Trezeguet (Juventus ), Steve Marlet (Marseille) og Peguy Luyindula (Lyon).

* ÖYVIND Leonhardsen, norski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, er kominn á heimaslóðir og genginn til liðs við úrvalsdeildarfélagið Lyn í Ósló. Leonhardsen lék síðast með Aston Villa en áður með Tottenham , Liverpool og Wimbledon í ensku knattspyrnunni.

* MATT Vieri, bróðir Christians Vieris , leikmanns Inter og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið valinn í landsliðshóp Ástralíu sem mætir Suður-Afríku í næstu viku. Matt Vieri er fæddur í Sydney og er bæði með ástralskt og ítalskt ríkisfang en hann spilar með Napoli í ítölsku 2. deildinni.

* WILLI Reimann, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Eintracht Frankfurt, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann auk þess sem hann þarf að greiða 2,2 milljarða króna í sekt. Reimann stuggaði við aðstoðardóma í leik Frankfurt gegn Dortmund um síðustu helgi og var umsvifalaust rekinn af varamannabekknum.

* ENSKA dagblaðið The Daily Express sagði frá því í gær að áhugi væri fyrir því hjá enska knattspyrnusambandinu að frá Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, til að taka við enska landsliðinu í hlutastarfi, ef Svíinn Sven-Göran Eriksson hættir sem landsliðsþjálfari eftir Evrópukeppnina í Portúgal í sumar.