FIMM ungir íþróttamenn frá Íslandi voru viðstaddir tendrun ólympíueldsins í Ólympíu í Grikklandi í gærmorgun - ásamt ungmennum frá 24 öðrum Evrópuþjóðum. Ungmennin taka einnig þátt í keppni við fulltrúa hinna þjóðanna í frjálsíþróttum og sundi.

FIMM ungir íþróttamenn frá Íslandi voru viðstaddir tendrun ólympíueldsins í Ólympíu í Grikklandi í gærmorgun - ásamt ungmennum frá 24 öðrum Evrópuþjóðum. Ungmennin taka einnig þátt í keppni við fulltrúa hinna þjóðanna í frjálsíþróttum og sundi. Farið verður með eldinn um heimsálfurnar fimm, 78.000 km leið. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) var boðið að senda hóp til Grikklands til að taka þátt í viðburðinum á vegum Alþjóðlegu skólaíþróttasamtakanna. Íslensku ungmennin eru Þorsteinn Ingvarsson, nemandi í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, og Þóra Guðfinnsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, sem keppa í frjálsum íþróttum, Þórunn Kjartansdóttir, Hagaskóla, og Hinrik Þór Guðbjartsson, Grundaskóla á Akranesi, sem keppa í sundi og frá Íþróttasambandi fatlaðra er Jóna Dagbjört Pétursdóttir, nemandi í Menntaskólanum við Sund.

Fararstjóri er Andri Stefánsson, starfsmaður ÍSÍ, og Fríða Rún Þórðardóttir, unglingaþjálfari FRÍ.