Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið breytingar á UEFA-keppninni í knattspyrnu á næstu leiktíð en FH-ingar og Skagamenn verða fulltrúar Íslendinga í keppninni í ár.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið breytingar á UEFA-keppninni í knattspyrnu á næstu leiktíð en FH-ingar og Skagamenn verða fulltrúar Íslendinga í keppninni í ár. Forsvarsmenn UEFA vilja auka vægi UEFA-keppninnar og færa hann nær Meistaradeildinni með því að taka upp riðlakeppni eftir forkeppni. Þetta nýja fyrirkomulag er tilraun sem gilda á í tvö ár en það verður með því sniði að eftir tvær umferðir í forkeppni tekur við 1. umferð keppninnar. Að henni lokinni standa eftir 40 lið og verður þeim skipt upp í átta fimm liða riðla. Leikin verður einföld umferð í riðlakeppni og komast þrjú efstu liðin áfram, samtals 24 lið. Til viðbótar þessum 24 liðum bætast við 8 lið úr Meistaradeildinni. Eftir standa því 32 lið og verður dregið eins og tíðkast hefur hvaða lið mætast.