Frumlegur brúðarvöndur sem gerður er úr orkídeum og niðurklipptum cornus-greinum.
Frumlegur brúðarvöndur sem gerður er úr orkídeum og niðurklipptum cornus-greinum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
LINE Christiansen, kennari og dómari í blómaskreytingum, kynnti nýlega eigendum blómaverslana nýjar línur í blómaskreytingum á vegum blómaheildsölunnar Samasem en Line var yfirdómari í Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum, sem haldin var í tengslum...

LINE Christiansen, kennari og dómari í blómaskreytingum, kynnti nýlega eigendum blómaverslana nýjar línur í blómaskreytingum á vegum blómaheildsölunnar Samasem en Line var yfirdómari í Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum, sem haldin var í tengslum við sýninguna Matur 2004.

Að sögn Uffe Balslev er Line fjórði ættliðurinn sem á og rekur blómabúð undir heitinu Íris í Fredericia í Danmörku. "Hún hefur haldið námskeið í blómaskreytingum víða um Evrópu og í fyrra vann hún ásamt annarri danskri stúlku Evrópumeistarakeppnina í blómaskreytingum, sem haldin var á Ítalíu," segir hann.