TVÍTUGUR karlmaður var handtekinn af lögreglunni í Keflavík rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi en á honum fundust tvö grömm af marijúana. Við húsleit heima hjá manninum fundust 18 grömm af efninu til viðbótar.
TVÍTUGUR karlmaður var handtekinn af lögreglunni í Keflavík rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi en á honum fundust tvö grömm af marijúana. Við húsleit heima hjá manninum fundust 18 grömm af efninu til viðbótar. Var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst.