Sviðsframkoma Ruslönu þykir mögnuð.
Sviðsframkoma Ruslönu þykir mögnuð.
RUSLANA heitir hún og verður fulltrúi Úkraínu í Evróvisjón í ár. Ruslana ætlar að halda hljómleika hér á landi um páskana og verða þeir haldnir á miðnætti föstudaginn langa á skemmtistaðnum Pravda.

RUSLANA heitir hún og verður fulltrúi Úkraínu í Evróvisjón í ár. Ruslana ætlar að halda hljómleika hér á landi um páskana og verða þeir haldnir á miðnætti föstudaginn langa á skemmtistaðnum Pravda. Ruslana verður dyggilega studd dansflokknum Wild Dances og munu þau frumflytja Evróvisjónlagið sitt hér á landi.

Ruslana er nú á ferðalagi að kynna sig og lagið og er Ísland fyrsti viðkomustaðurinn. Hún nýtur nú mikilla vinsælda í Úkraínu en tónlistin er dansvæn popptónlist, blönduð úkraínskri þjóðlagatónlist (Hutsul tónlist sem upprunnin er úr Karpatíufjöllum). Ruslana sjálf semur tónlistina og hefur umsjón með allri ímyndarvinnu.

Það er Almenna umboðsskrifstofan, Pravda, Tveir fiskar og Fosshótel Baron, Barónsstíg, sem standa að komu Ruslönu hingað.

www.ruslana.com.ua