13. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Unnu fimm milljónir króna fyrir krabbameinssjúk börn

Gljátína og kátína hjá Hannesi og Jóni Steinari

Þeir Jón Steinar og Hannes Hólmsteinn voru kampakátir ásamt stjórnanda þáttarins, Jónasi R. Jónssyni.
Þeir Jón Steinar og Hannes Hólmsteinn voru kampakátir ásamt stjórnanda þáttarins, Jónasi R. Jónssyni.
HANNES Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður ánöfnuðu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, 5 milljónir króna. Upphæðina unnu félagarnir með frammistöðu sinni í spurningaleiknum Viltu vinna milljón?
HANNES Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður ánöfnuðu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, 5 milljónir króna. Upphæðina unnu félagarnir með frammistöðu sinni í spurningaleiknum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 á páskadag. Hannes Hólmsteinn og Jón Steinar kepptu í svokallaðri Stjörnumessu þar sem vinningarnir renna óskiptir til góðgerðarmála að eigin vali.

Jón Steinar Gunnlaugsson var að vonum ánægður með árangur þeirra félaga og aðspurður sagði hann að í spurningaleik sem þessum væri enginn vandi að svara þeim spurningum sem menn vissu svarið við. "Það má segja að leikurinn snúist að hluta um að virkja undirmeðvitundina. Það eru ótal hlutir sem maður hefur lesið og séð en man ekki eftir þegar maður er spurður í skyndingu. Það er því sniðugt að athuga hvaða svar maður gæfi strax - áður en valkostirnir birtast." Jón Steinar segir að það sé einnig hluti af leiknum að lesa í svörin og sjá út það líklegasta. Þegar þeir félagar voru spurðir um merkingu orðsins gljátína brugðu þeir á það ráð að hringja í Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Geir vissi ekki merkinguna frekar en þeir en honum fannst sú merking líklegust sem þeir Jón og Hannes lögðu í orðið. Það varð þá úr að þeir félagar svöruðu því til að gljátína væri tínusbjöllutegund og fengu því að halda áfram leiknum.

Í síðustu spurningu leiksins var spurt hvar Loftur ríki Guttormsson hefði búið á 15. öld og sagði Jón Steinar að svarið hefði komið strax upp í hugann - áður en valkostirnir birtust á skjánum.

"Þetta hef ég að öllum líkindum lesið í skóla eða annars staðar en hafði ekki minni til þess að vera viss um þetta." Jón styrktist þó í trúnni þegar á leið og svar hans, "á Möðruvöllum", reyndist rétt og vinningurinn var í höfn.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.