17. apríl 2004 | Íþróttir | 271 orð | 2 myndir

Hildur og Páll Axel leikmenn ársins

Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindvíkinga, var besti leikmaður ársins 2004 að mati leikmanna og þjálfara í úrvalsdeild.
Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindvíkinga, var besti leikmaður ársins 2004 að mati leikmanna og þjálfara í úrvalsdeild. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HILDUR Sigurðardóttir úr KR og Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík voru útnefnd bestu leikmenn ársins á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, sem fram fór á Hótel Sögu í gærkvöld. Það eru leikmenn og þjálfarar sem standa að kjörinu.
HILDUR Sigurðardóttir úr KR og Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík voru útnefnd bestu leikmenn ársins á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, sem fram fór á Hótel Sögu í gærkvöld. Það eru leikmenn og þjálfarar sem standa að kjörinu. Þetta er annað árið í röð sem leikmaður úr liði Grindavíkur er efstur í þessu kjöri en Helgi Jónas Guðfinnsson var leikmaður ársins í fyrra. Páll Axel, sem skoraði 23,4 stig að meðaltali í vetur, hefur aldrei áður fengið þessa viðurkenningu. Grindavík endaði í öðru sæti í deildarkeppninni en féll úr leik í undanúrslitum gegn Íslandsmeistaraliði Keflavíkur.

Þetta er annað árið í röð sem Hildur Sigurðardóttir er útnefnd sem leikmaður ársins en hún skoraði 18 stig að meðaltali í leik í vetur en KR féll úr leik í undanúrslitum gegn ÍS.

Bestu ungu leikmennirnir voru einnig útnefndir í gær en þeir eru María Ben Erlingsdóttir úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur og Sævar Haraldsson úr Haukum.

Úrvalslið 1. deildar kvenna er þannig skipað: Hildur Sigurðardóttir KR, Alda Leif Jónsdóttir ÍS, Sólveig Gunnlaugsdóttir Grindavík, Birna Valgarðsdóttir Keflavík, Erla Þorsteinsdóttir Keflavík.

Engin leikmaður úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur er í úrvalsliði úrvalsdeildar karla en það er þannig skipað: Lárus Jónsson Hamri, Pálmi Freyr Sigurgeirsson Breiðabliki, Páll Axel Vilbergsson Grindavík, Páll Kristinsson Njarðvík, Hlynur Bæringsson Snæfelli.

Leifur bestur 6. árið í röð

Að auki voru fjölmargar aðrar viðurkenningar veittar í hófinu í gær og þar má nefna að Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, og Gréta María Grétarsdóttir, þjálfari KR, voru útnefnd þjálfarar ársins og skólastjórinn Leifur Sigfinnur Garðarsson varð fyrir valinu sem dómari ársins. Þetta er í sjötta árið í röð sem Leifur er valinn sá besti og í áttunda sinn sem hann hlítur þessa nafnbót.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.