— Morgunblaðið/Jim Smart
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
TJALDAPAR hefur hreiðrað um sig með unga á fjórðu hæð litla turnsins í Kringlunni.
TJALDAPAR hefur hreiðrað um sig með unga á fjórðu hæð litla turnsins í Kringlunni. Einar Guðmundsson læknir sem rekur læknastofu í turninum, hefur verið að fylgjast með parinu en segist einnig hafa séð að sandlóupar hefur komið sér fyrir á þakinu fyrir ofan Kringlubíó. Einar gerir að gamni sínu og segir að ástæðan fyrir búslóðavali sandlóunnar sé "sennilega kvikmyndaáhugi". Hann segir að mikið fuglalíf sé í kringum Kringlusvæðið t.a.m. sé talsvert líf í kringum Borgarleikhúsið og segir Einar hafa séð starra koma sér upp hreiðri á þakinu undir bárunum.