Erling With Aasgård
Erling With Aasgård
UNGUR norskur organisti, Erling With Aasgård, dómorganisti í Molde, leikur á orgelið í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20. Efnisskráin hefur á sér frönsk einkenni.

UNGUR norskur organisti, Erling With Aasgård, dómorganisti í Molde, leikur á orgelið í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20.

Efnisskráin hefur á sér frönsk einkenni. Fyrst leikur Erling verk eftir franska orgelleikarann og tónskáldið Jeanne Demessieux sem lést einungis 47 ára gömul árið 1968. Jeanne var talin einn glæsilegasti organisti Frakka eftirstríðsáranna og var verk hennar Répons pour le Temps de Pâques gefið út að henni látinni. Þá leikur hann Kóral og fúgu eftir Marcel Dupré og svo Prelúdíu og fúgu um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Verkið var skrifað í minningu annars fransks tónskálds sem lést langt fyrir aldur fram árið 1941. Þá leikur Erling eitt þekktasta verk tónskáldsins Lief Solberg. Þetta er Fantasía og fúga fyrir norska þjóðlagið Se solens skjønne lys og prakt sem hann skrifaði árið 1937. Þá leikur hann líka Leipzigsálmforleikinn Herr Jesu Christ, dich zu uns wend eftir Johann Sebastian Bach. Síðast á efnisskránni er 3. orgelsinfónía Louis Vierne. Sinfónían er í fimm köflum, skrifuð árið 1912. Vierne skrifaði alls sex orgelsinfóníur, þrjár þær fyrri heyrast oft á tónleikum en hinar sjaldnar. Margir telja þær vera lokin á franska orgel-sinfóníu tímabilinu.