20. júlí 2004 | Dagbók | 134 orð | 1 mynd

Húsavík og Demantshringurinn komin á bók

Friðrik Sigurðsson ánægður með bókina um Húsavík og Demantshringinn.
Friðrik Sigurðsson ánægður með bókina um Húsavík og Demantshringinn. — Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
BÓKAVERSLUN Þórarins Stefánssonar á Húsavík hefur gefið út myndabók undir heitinu Húsavík og Demantshringurinn. Í henni eru myndir frá Húsavík, Ásbyrgi, Dettifossi, Mývatnssveit, Goðafossi, Öskju, Kverkfjöllum o.fl. stöðum á svokölluðum Demantshring.
BÓKAVERSLUN Þórarins Stefánssonar á Húsavík hefur gefið út myndabók undir heitinu Húsavík og Demantshringurinn. Í henni eru myndir frá Húsavík, Ásbyrgi, Dettifossi, Mývatnssveit, Goðafossi, Öskju, Kverkfjöllum o.fl. stöðum á svokölluðum Demantshring. Ljósmyndirnar tók Haukur Snorrason ljósmyndari en texta bókarinnar skrifaði Guðni Halldórsson, forstöðumaður Safnahúss Þingeyinga.

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri bókaverslunarinnar, segir að fyrir löngu hafi verið kominn tími á bók af þessu tagi á markaðinn. Eftirspurn hafi bæði verið frá ferðamönnum og eins heimamönnum, texti bókarinnar er skrifaður á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og ítölsku.

En hvað er Demantshringurinn spyrja sig sjálfsagt margir, Friðrik segir hann samanstanda af 215 km hring um þá staði sem eru helsta aðdráttarafl Þingeyjarsýslu. Hringurinn samanstendur af Húsavík, Ásbyrgi, Dettifossi og Mývatni. Á þessari leið eru margir viðkomustaðir enda óvíða eins margar náttúruperlur og í Þingeyjarsýslu, sagði Friðrik að lokum.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.