3. ágúst 2004 | Íþróttir | 206 orð

Tveir markverðir til Aþenu

"ÉG mun tilkynna hvaða fimmtán leikmenn fara á Ólympíuleikana á miðvikudaginn," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem nýtti sér tvo landsleiki gegn Þjóðverjum í Þýskalandi til að sjá á hvaða róli leikmenn...
"ÉG mun tilkynna hvaða fimmtán leikmenn fara á Ólympíuleikana á miðvikudaginn," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem nýtti sér tvo landsleiki gegn Þjóðverjum í Þýskalandi til að sjá á hvaða róli leikmenn hans eru.

Það eru miklar líkur á að Guðmundur Þórður velji aðeins tvo markverði, þar sem leikmannahópurinn er ekki nema fimmtán leikmenn á Ólympíuleikum, en ekki sextán eins og í heimsmeistarakeppni eða Evrópukeppni. Og þá er næsta víst að einn línumaður verður settur út, en fjórir línumenn voru í landsliðshópnum sem lék í Þýskalandi.

Landsliðshópurinn verður þá þannig samsettur - tveir markverðir, tveir leikmenn í hægra horninu, tvær skyttur hægra megin, þrír línumenn, þrír leikstjórnendur, tvær skyttur vinstra megin og einn hornamaður vinstra megin.

Þess má geta að miklar líkur hefðu verið á því að Logi Geirsson hefði verið í ÓL-hópnum, sem annar maður í vinstra horninu, ef hann hefði ekki dregið sig úr landsliðshópnum til að fara til Þýskalands til æfinga hjá Lemgo. Eins og áður hefur komið fram er Patrekur Jóhannesson ekki með vegna meiðsla.

Að öllum líkindum verður ÓL-hópurinn þannig skipaður:

Markverðir:

Guðmundur Hrafnkelsson

Roland Valur Eradze

Línumenn:

Róbert Gunnarsson

Sigfús Sigurðsson

Róbert Sighvatsson

Hægri hornamenn:

Einar Örn Jónsson

Gylfi Gylfason

Vinstri hornamaður:

Guðjón Valur Sigurðsson

Leikstjórnendur:

Dagur Sigurðsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Kristján Andrésson

Skyttur vinstra megin:

Jaliesky Garcia Padron

Rúnar Sigtryggsson

*Dagur getur einnig leikið í skyttuhlutverkinu.

Skyttur hægra megin:

Ólafur Stefánsson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.