21. ágúst 2004 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Hafsteinn Ægir í 40. sæti

— Morgunblaðið/Golli
ÞAÐ er allt sem bendir til þess að siglingamaðurinn Hafsteinn Ægir Geirsson endi í 40. sæti í keppni á laserbátum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hafsteinn varð 39. í 9. umferð í gær og bætti sig síðan um þrjú sæti í 10. umferð síðdegis í gær er hann varð 36.
ÞAÐ er allt sem bendir til þess að siglingamaðurinn Hafsteinn Ægir Geirsson endi í 40. sæti í keppni á laserbátum á Ólympíuleikunum í Aþenu.

Hafsteinn varð 39. í 9. umferð í gær og bætti sig síðan um þrjú sæti í 10. umferð síðdegis í gær er hann varð 36. Í samanlögðum árangri er Hafsteinn Ægir í 40. sæti af 42 keppendum.

Miðað við stöðu hans núna þarf mikið að fara úrskeiðis hjá honum eigi hann að missa þá sem eru fyrir aftan hann fram úr sér í lokaumferðinni, þeirri 11., sem fram fer á sunnudaginn.

Litlar líkur eru á því að Hafsteinn Ægir nái að saxa á forskot þeirra sem eru fyrir ofan hann þessa stundina. Í síðari umferðinni í gær var Hafsteinn Ægir Geirsson á meðal fremstu manna í upphafi keppninnar en náði ekki að fylgja því eftir.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.