Esjan og Heklan heita nú Kistufell og Búrfell NAFNABREYTING hefur nú farið fram á Esjunni og Heklunni, sem áður voru í eign Ríkisskipa. Við yfirtöku Samskipa á skipunum ber Esjan nú nafnið Kistufell, en Heklan nafnið Búrfell. Allt eru þetta fjallanöfn.

Esjan og Heklan heita nú Kistufell og Búrfell

NAFNABREYTING hefur nú farið fram á Esjunni og Heklunni, sem áður voru í eign Ríkisskipa. Við yfirtöku Samskipa á skipunum ber Esjan nú nafnið Kistufell, en Heklan nafnið Búrfell.

Allt eru þetta fjallanöfn. Víða um land eru fjöll, sem bera nafnið Kistufell og mjög mörg fjöll bera nafnið Búrfell. Munu þau skipta nokkrum tugum.

Áhöfn Kistufells er 10 manns, skipstjóri Jón Arnórsson. Skipið fer væntanlega á Austfjarðahafnir á morgun, laugardag. Áhöfn Búrfells er einnig 10 manns, skipstjóri Jón Ingólfsson, og fer Búrfellið sína fyrstu ferð á vegum Samskipa á þriðjudag, hringferð vestur um land. Þriðja strandferðaskipið er svo Arnarfell, áhöfn 11 manns, skipstjóri Kristinn Aadnegaard. Það hefur verið í strandferðasiglingum um árabil.