25. september 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Fyrsti pétursfiskurinn

PÉTURSFISKUR veiddist hér við landi í fyrsta skipti svo vitað sé fyrr í vikunni þegar ísfisktogarinn Helga RE fékk 37 sentimetra langan fisk í trollið út af Sandgerði.
PÉTURSFISKUR veiddist hér við landi í fyrsta skipti svo vitað sé fyrr í vikunni þegar ísfisktogarinn Helga RE fékk 37 sentimetra langan fisk í trollið út af Sandgerði.

Vísindaheiti pétursfisks er Zeus faber en heimkynni hans eru annars í Miðjarðarhafi, í austanverðu Atlantshafi frá sunnanverðum Noregi, Bretlandseyjum og áfram allt suður til Portúgals. Þá er hann meðfram vesturströnd Afríku. Hann finnst einnig í Indlandshafi, við Ástralíu og Nýja Sjáland. Til skamms tíma hefur hann ekki veiðst vestan Bretlandseyja, en í ágúst árið 2001 veiddist hann í fyrsta skipti við Færeyjar á svonefndum Bill Baily Banka. Nú hefur hann enn teygt sig vestar þegar fyrsti fiskurinn álpast til Íslandsmiða. Pétursfiskur getur orðið um 70 sentimetra langur og um 8 kíló að þyngd.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.