Í FRÉTT á vef breska blaðsins The Times í gær var sagt að Landsbankinn íhugaði að gera tilboð í fjárfestingarbankann Numis Corporation eftir að hafa fengið HSBC til að leita að hentugum fjárfestingarkosti fyrir bankann í Bretlandi.

Í FRÉTT á vef breska blaðsins The Times í gær var sagt að Landsbankinn íhugaði að gera tilboð í fjárfestingarbankann Numis Corporation eftir að hafa fengið HSBC til að leita að hentugum fjárfestingarkosti fyrir bankann í Bretlandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun málið ekki komið nærri svona langt, þótt Landsbankamenn hafi skoðað það.

Í hálffimmfréttum KB banka kom fram að stjórn Numis hefði sent frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að þriðji aðili hefði nálgast stjórn Numis með hugsanlegt kauptilboð í huga en stjórnin teldi það hluthöfum, viðskiptavinum og starfsmönnum í hag að bankinn starfaði áfram sjálfstætt .