ÍRSKA flugfélagið Excel, sem Atlanta á 40% hlut í, fékk á þriðjudag ferðamálaverðlaun brezka dagblaðsins The Daily Telegraph sem bezta leiguflugfélagið. Lesendur The Daily Telegraph og The Sunday Telegraph kjósa um borgir, lönd og fyrirtæki á ári hverju.

ÍRSKA flugfélagið Excel, sem Atlanta á 40% hlut í, fékk á þriðjudag ferðamálaverðlaun brezka dagblaðsins The Daily Telegraph sem bezta leiguflugfélagið. Lesendur The Daily Telegraph og The Sunday Telegraph kjósa um borgir, lönd og fyrirtæki á ári hverju. Uppáhaldsferðamannaland þeirra er í ár Nýja-Sjáland og vinsælasta útlenda borgin er Höfðaborg í Suður-Afríku. Excel er talið bezta leiguflugfélagið, en bezta áætlunarflugfélagið er Singapore Airlines.