UMFRAMEFTIRSPURN var eftir hlutum í hlutafjárútboði KB banka sem lauk í gær. Á bilinu 80-110 milljónir hluta að nafnverði voru í boði á genginu 460-500, sem var háð eftirspurn. Alls skráðu fagfjárfestar sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna að...

UMFRAMEFTIRSPURN var eftir hlutum í hlutafjárútboði KB banka sem lauk í gær. Á bilinu 80-110 milljónir hluta að nafnverði voru í boði á genginu 460-500, sem var háð eftirspurn.

Alls skráðu fagfjárfestar sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna að markaðsvirði. Samtals voru seldir 110 milljónir hlutir að nafnverði til fagfjárfesta á genginu 480 krónur á hlut og er markaðsvirði þeirra 52,8 milljarðar króna. Söluverð hlutanna í útboðinu jafngildir 4,0% afslætti frá lokaverði hinn 11. október síðastliðinn.

Af þeim 110 milljónum hluta sem seldur voru fóru um 55 milljónir hluta til fjárfesta sem ekki tilheyrðu hluthafahópi KB banka fyrir útboðið.

Umsjón sölunnar var í höndum Fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings Búnaðarbanka hf. en Deutsche Bank var ráðgjafi bankans við sölu hlutanna.